Vilja að túrskattur verði lækkaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:09 Skattur á túrtappa og dömubindi er nú 24 prósent en þingmennirnir leggja til að hann verði lækkaður í 11 prósent. vísir/getty Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi. Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi.
Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04