Uppbygging heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun