Frá Ghent til Reykjavíkur Eva Einarsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun