Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 14:03 Líf Magneudóttir (t.v.) og Sóley Tómasdóttir. Vísir/Ernir Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45
Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11