Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2015 13:26 Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira