Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 18:35 Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama. Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama.
Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira