Hviður að fara yfir 30 metra á sekúndu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 11:43 Veðrið gengur yfir landið í dag en heldur áfram á morgun á Austanverðu landinu. Vísir/GVA Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann. Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann.
Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira