Þjóðargátt til nýs fullveldis Gauti Kristmannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar