Hafið í loftslaginu Stefán Kristmannsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar