Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 15:46 Hrannar segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og segir forseta eiga að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana. „Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Sjá meira
„Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Sjá meira
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11