Talið að Justin Bieber muni staldra við Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2015 07:30 Justin Bieber heldur tónleika 9. september í Kórnum. vísir Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02
Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55
Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54
Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19