Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun