Erfiðasta jólagjöfin er til maka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“ Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira