Bretar setja met í eyðslu auglýsingafjár fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Mikið hefur verið auglýst í Bretlandi að undanförnu, einkum í sjónvarpi. Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna. Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna.
Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira