Grátið og klappað við dómsuppsögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fjölmenni var viðstatt dómsuppkvaðningu og klappaði er sýknudómur var kveðinn upp. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
„Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04
Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02