Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Stefán, Ping og Árný litla hafa búið í Peking í nokkur ár en núna telja þau að vart verði unað við mengunina í borginni lengur. vísir/stefán Á sama tíma og ráðamenn 195 þjóða sitja á rökstólum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París eru vandamálin sem við er að glíma þegar farin að hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Ekki síst á það við um Kínverja – fjölmennustu þjóð heims. Hagvöxtur í landinu, næststærsta hagkerfi heims, hefur verið ógnvænlega hár í aldarfjórðung og uppbygging iðnaðar og orkuvera er farin að taka sinn toll.Jafnvel bannað að grilla Yfirvöld í höfuðborg Kína þar sem um 20 milljónir manna búa, Peking, sendu í fyrsta skipti í vikunni út rauða aðvörun – hæsta viðbúnaðarstig af fjórum – sem þýðir að mengun innan borgarmarkanna muni haldast langt yfir hættumörkum í þrjá sólarhringa eða lengur. Þetta þýðir að leik- og grunnskólum, auk fjölda fyrirtækja hefur verið lokað tímabundið – helmingurinn af fimm milljónum ökutækja er kyrrsettur annan hvern dag. Það er meira að segja bannað að grilla sér mat úti við, en viðbúnaðarstigið er sett á nú í fyrsta sinn þrátt fyrir að mengunin hafi oft verið verið verri, og síðast í fyrri viku.Horfir á mengunina veltast áfram „Margt leggst á eitt við að magna upp mengunina í og kringum borgina. Gríðarleg iðnaðarstarfsemi, mengun frá bílum, bruni á lággæða kolum til að kynda húsnæði, og þá einkum í úthverfum og aðliggjandi sveitum, loftstillur og fleira,“ segir Stefán Úlfarsson, sjálfstætt starfandi hagfræðingur sem hefur búið í miðborg Peking síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu sinni; kínverskri eiginkonu sinni Ping og dótturinni Árnýju. Ping starfar sem blaðamaður á kínverskum fréttamiðli en Árný gengur í skóla í borginni. „Mestalla þessa viku er fjöldi örsmárra mengunaragna í loftinu tíu til tuttugu sinnum meiri en talið er óhætt. Ég geri ráð fyrir að þeir sem eru veikir fyrir finni strax fyrir beinum áhrifum í formi ertingar í hálsi, öndunarerfiðleika og slíks. Beinu áhrifin fyrir aðra eru kannski fyrst og fremst á hugsunina. Þar sem mengunin er þykkust sér maður hana veltast áfram og sveipa umhverfið öskugrárri slikju. Þegar maður sér þetta veit maður að eitthvað er að,“ segir Stefán og bætir við að Ping þurfi að mæta til vinnu á hverjum degi – ólíkt mörgum sem ekki treysta sér til vinnu. Sjálfur hefur hann aðstöðu til að vinna heima. Skólinn hennar Árnýjar leyfir foreldrum að ráða því sjálf hvort þau senda börn sín í skólann meðan ástandið er hvað verst. Þau ákváðu að láta hana ekki fara í skólann og verður hún því líklega heima alla þessa viku, að sögn Stefáns. „Ég skýst út áður en konan fer í vinnuna á morgnana og kaupi í matinn og svoleiðis. Síðan höldum við Árný okkur inni allan daginn. Gluggarnir eru lokaðir og lofthreinsibúnaðurinn á fullu. Þannig lágmörkum við mengunina sem við öndum að okkur. Konan er búin nánast eins og reykkafari þegar hún fer í vinnuna með stóra grisju fyrir andliti. Kennararnir senda okkur upplýsingar á netinu um þau verkefni sem ætlast er til að börnin vinni heima,“ segir Stefán.Enginn sjáanlegur árangur Þar sem ástandið í borginni hefur oft verið svipað og í þessari viku eða jafnvel verra, án þess að gripið hafi verið til jafn harkalegra aðgerða og nú, liggur beint við að spyrja: Hvers vegna núna? „Ég held að ástæðan felist í því að fólk er að verða meðvitaðra um umfang vandans. Margir óttast, held ég, að geta ekki lengur búið fjölskyldu sinni öruggt heimili í Peking. Stjórnvöld vilja sýna að þau eru að gera eitthvað í málinu. Almenningur hefur lagt á sig æ meira umstang síðustu ár út af mengun; birgt sig upp af grisjum, dregið úr notkun einkabíls, komið sér upp lofthreinsibúnaði heima og jafnvel flutt á brott. Það hefur hins vegar verið erfiðara að átta sig á því hvað stjórnvöld eru að gera. Í ríkisfjölmiðlunum gefa þau vissulega til kynna að þau séu meðvituð um vandann og vinni eftir áætlun að lausn hans. Gefnar eru út reglugerðir og tilskipanir. Samt er enginn sjáanlegur árangur. Mengunin virðist ekki vera á förum. Kannski er farið að líta á lausn vandans sem mikilvægan mælikvarða á lögmæti stjórnvalda,“ segir Stefán. Í samhengi við orð Stefáns má rifja það upp að kínversk yfirvöld hafa leynt og ljóst reynt að leyna vandamálinu sem loftmengunin er. Fyrir rúmu ári bönnuðu yfirvöld að upplýsingar um loftmengun í Peking væru birtar, en þá stóð fundur 21 leiðtoga aðildarríkja Viðskipta- og samvinnustofnunar Asíu og Kyrrahafsríkja yfir. Í fréttum frá þessum tíma sagði frá því að stjórnvöld gæfu út sínar eigin upplýsingar um mengun, en Stefán segir að íbúar borgarinnar reiði sig á tölur um loftgæði sem bandaríska sendiráðið í Peking gefur út og birtir bæði á vefnum og á Twitter. Þessar mælingar sendiráðsins hafa verið þyrnir í augum yfirvalda og hugðust þau koma í veg fyrir birtingu þeirra þegar leiðtogafundurinn stóð yfir í fyrra.Íhuga að flytja frá Peking Að lokum segir Stefán: „Við erum heppnari en margir aðrir, að hafa val um það hvort við búum áfram í Peking eða flytjum á brott. Fyrir einu til tveimur árum hefði mér ef til vill þótt fjarstæðukennt að fara bara út af menguninni. Í dag finnst mér það alls ekki svo vitlaus hugmynd.“ Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á sama tíma og ráðamenn 195 þjóða sitja á rökstólum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París eru vandamálin sem við er að glíma þegar farin að hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Ekki síst á það við um Kínverja – fjölmennustu þjóð heims. Hagvöxtur í landinu, næststærsta hagkerfi heims, hefur verið ógnvænlega hár í aldarfjórðung og uppbygging iðnaðar og orkuvera er farin að taka sinn toll.Jafnvel bannað að grilla Yfirvöld í höfuðborg Kína þar sem um 20 milljónir manna búa, Peking, sendu í fyrsta skipti í vikunni út rauða aðvörun – hæsta viðbúnaðarstig af fjórum – sem þýðir að mengun innan borgarmarkanna muni haldast langt yfir hættumörkum í þrjá sólarhringa eða lengur. Þetta þýðir að leik- og grunnskólum, auk fjölda fyrirtækja hefur verið lokað tímabundið – helmingurinn af fimm milljónum ökutækja er kyrrsettur annan hvern dag. Það er meira að segja bannað að grilla sér mat úti við, en viðbúnaðarstigið er sett á nú í fyrsta sinn þrátt fyrir að mengunin hafi oft verið verið verri, og síðast í fyrri viku.Horfir á mengunina veltast áfram „Margt leggst á eitt við að magna upp mengunina í og kringum borgina. Gríðarleg iðnaðarstarfsemi, mengun frá bílum, bruni á lággæða kolum til að kynda húsnæði, og þá einkum í úthverfum og aðliggjandi sveitum, loftstillur og fleira,“ segir Stefán Úlfarsson, sjálfstætt starfandi hagfræðingur sem hefur búið í miðborg Peking síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu sinni; kínverskri eiginkonu sinni Ping og dótturinni Árnýju. Ping starfar sem blaðamaður á kínverskum fréttamiðli en Árný gengur í skóla í borginni. „Mestalla þessa viku er fjöldi örsmárra mengunaragna í loftinu tíu til tuttugu sinnum meiri en talið er óhætt. Ég geri ráð fyrir að þeir sem eru veikir fyrir finni strax fyrir beinum áhrifum í formi ertingar í hálsi, öndunarerfiðleika og slíks. Beinu áhrifin fyrir aðra eru kannski fyrst og fremst á hugsunina. Þar sem mengunin er þykkust sér maður hana veltast áfram og sveipa umhverfið öskugrárri slikju. Þegar maður sér þetta veit maður að eitthvað er að,“ segir Stefán og bætir við að Ping þurfi að mæta til vinnu á hverjum degi – ólíkt mörgum sem ekki treysta sér til vinnu. Sjálfur hefur hann aðstöðu til að vinna heima. Skólinn hennar Árnýjar leyfir foreldrum að ráða því sjálf hvort þau senda börn sín í skólann meðan ástandið er hvað verst. Þau ákváðu að láta hana ekki fara í skólann og verður hún því líklega heima alla þessa viku, að sögn Stefáns. „Ég skýst út áður en konan fer í vinnuna á morgnana og kaupi í matinn og svoleiðis. Síðan höldum við Árný okkur inni allan daginn. Gluggarnir eru lokaðir og lofthreinsibúnaðurinn á fullu. Þannig lágmörkum við mengunina sem við öndum að okkur. Konan er búin nánast eins og reykkafari þegar hún fer í vinnuna með stóra grisju fyrir andliti. Kennararnir senda okkur upplýsingar á netinu um þau verkefni sem ætlast er til að börnin vinni heima,“ segir Stefán.Enginn sjáanlegur árangur Þar sem ástandið í borginni hefur oft verið svipað og í þessari viku eða jafnvel verra, án þess að gripið hafi verið til jafn harkalegra aðgerða og nú, liggur beint við að spyrja: Hvers vegna núna? „Ég held að ástæðan felist í því að fólk er að verða meðvitaðra um umfang vandans. Margir óttast, held ég, að geta ekki lengur búið fjölskyldu sinni öruggt heimili í Peking. Stjórnvöld vilja sýna að þau eru að gera eitthvað í málinu. Almenningur hefur lagt á sig æ meira umstang síðustu ár út af mengun; birgt sig upp af grisjum, dregið úr notkun einkabíls, komið sér upp lofthreinsibúnaði heima og jafnvel flutt á brott. Það hefur hins vegar verið erfiðara að átta sig á því hvað stjórnvöld eru að gera. Í ríkisfjölmiðlunum gefa þau vissulega til kynna að þau séu meðvituð um vandann og vinni eftir áætlun að lausn hans. Gefnar eru út reglugerðir og tilskipanir. Samt er enginn sjáanlegur árangur. Mengunin virðist ekki vera á förum. Kannski er farið að líta á lausn vandans sem mikilvægan mælikvarða á lögmæti stjórnvalda,“ segir Stefán. Í samhengi við orð Stefáns má rifja það upp að kínversk yfirvöld hafa leynt og ljóst reynt að leyna vandamálinu sem loftmengunin er. Fyrir rúmu ári bönnuðu yfirvöld að upplýsingar um loftmengun í Peking væru birtar, en þá stóð fundur 21 leiðtoga aðildarríkja Viðskipta- og samvinnustofnunar Asíu og Kyrrahafsríkja yfir. Í fréttum frá þessum tíma sagði frá því að stjórnvöld gæfu út sínar eigin upplýsingar um mengun, en Stefán segir að íbúar borgarinnar reiði sig á tölur um loftgæði sem bandaríska sendiráðið í Peking gefur út og birtir bæði á vefnum og á Twitter. Þessar mælingar sendiráðsins hafa verið þyrnir í augum yfirvalda og hugðust þau koma í veg fyrir birtingu þeirra þegar leiðtogafundurinn stóð yfir í fyrra.Íhuga að flytja frá Peking Að lokum segir Stefán: „Við erum heppnari en margir aðrir, að hafa val um það hvort við búum áfram í Peking eða flytjum á brott. Fyrir einu til tveimur árum hefði mér ef til vill þótt fjarstæðukennt að fara bara út af menguninni. Í dag finnst mér það alls ekki svo vitlaus hugmynd.“
Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira