Vantar enn hálfan milljarð upp á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2015 06:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson: Aðrar íþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson:
Aðrar íþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn