Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifar 24. desember 2015 15:37 Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun