Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar