Orgelleikur við kertaljós í 25. sinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2015 09:45 Friðrik Vignir Stefánsson organisti er einn af þeim sem upplifa það að orgelstund við kertaljós sé ómissandi þáttur í upphafi jólahátíðar. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Seltjarnarneskirkju, stendur fyrir orgelstund við kertaljós í Seltjarnarneskirkju í kvöld milli klukkan 22 og 23. „Ég tók upp þennan sið fyrir 25 árum þegar ég byrjaði sem organisti á Grundarfirði 1988. Fyrsta árið komu innan við tíu manns en undir lok veru minnar fyrir vestan mættu milli 70 og 80, “ segir Friðrik Vignir Stefánsson um orgelstundina á Þorláksmessukvöld sem orðin er að hefð í lífi hans. Hann hefur verið organisti í Seltjarnarneskirkju frá 2007 og þar verður hann í kvöld ásamt messósópransöngkonunni Eygló Rúnarsdóttur og ætlar að flytja jólasálma og jólalög. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. „Ég er alltaf með jólatónlist eftir Bach, svo læði ég inn einu og einu nýju lagi og einnig spila ég jólasálma sem ekki heyrast oft í messum nú til dags, eins og Jesús þú ert vort jólaljós. Eygló hefur verið með mér síðustu fimm sex ár. Við flytjum alltaf Nóttin var sú ágæt ein og Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns sem er í miklu uppáhaldi.“ Friðrik Vignir segir búðum í Grundarfirði hafa verið lokað klukkan 23, þá hafi hann byrjað að spila í kirkjunni og haldið áfram til miðnættis. „Ég heyri við og við að mín sé enn saknað fyrir vestan, sérstaklega á Þorláksmessu,“ segir hann glaðlega. „Seltirningar tóku líka þessu uppátæki mínu vel og fólki er frjálst að koma og fara eftir vild, sumir stoppa allan tímann en aðrir skemur. Mörgum finnst tilvalið að koma við á leið úr verslunarleiðangri og slaka á við ljúfa tónlist. Sumir hafa talað um að stundin sé ómissandi þáttur í byrjun jólahátíðarinnar og ég er einn af þeim sem upplifa það.“ Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Seltjarnarneskirkju, stendur fyrir orgelstund við kertaljós í Seltjarnarneskirkju í kvöld milli klukkan 22 og 23. „Ég tók upp þennan sið fyrir 25 árum þegar ég byrjaði sem organisti á Grundarfirði 1988. Fyrsta árið komu innan við tíu manns en undir lok veru minnar fyrir vestan mættu milli 70 og 80, “ segir Friðrik Vignir Stefánsson um orgelstundina á Þorláksmessukvöld sem orðin er að hefð í lífi hans. Hann hefur verið organisti í Seltjarnarneskirkju frá 2007 og þar verður hann í kvöld ásamt messósópransöngkonunni Eygló Rúnarsdóttur og ætlar að flytja jólasálma og jólalög. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. „Ég er alltaf með jólatónlist eftir Bach, svo læði ég inn einu og einu nýju lagi og einnig spila ég jólasálma sem ekki heyrast oft í messum nú til dags, eins og Jesús þú ert vort jólaljós. Eygló hefur verið með mér síðustu fimm sex ár. Við flytjum alltaf Nóttin var sú ágæt ein og Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns sem er í miklu uppáhaldi.“ Friðrik Vignir segir búðum í Grundarfirði hafa verið lokað klukkan 23, þá hafi hann byrjað að spila í kirkjunni og haldið áfram til miðnættis. „Ég heyri við og við að mín sé enn saknað fyrir vestan, sérstaklega á Þorláksmessu,“ segir hann glaðlega. „Seltirningar tóku líka þessu uppátæki mínu vel og fólki er frjálst að koma og fara eftir vild, sumir stoppa allan tímann en aðrir skemur. Mörgum finnst tilvalið að koma við á leið úr verslunarleiðangri og slaka á við ljúfa tónlist. Sumir hafa talað um að stundin sé ómissandi þáttur í byrjun jólahátíðarinnar og ég er einn af þeim sem upplifa það.“
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira