Á að sameina RÚV og Stöð 2? Ögmundur Jónasson skrifar 23. desember 2015 07:00 Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun