Ólympíuleikarnir er gulrótin fyrir strákana okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 06:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum í gær. vísir/Ernir Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53