Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Í Kvennaathvarfinu er unnið gott starf, en það hentar alls ekki öllum þolendum mansals. Fréttablaðið/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00