Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Í Kvennaathvarfinu er unnið gott starf, en það hentar alls ekki öllum þolendum mansals. Fréttablaðið/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00