RÚV skáldaði frétt uppúr gróusögum Ástþór Magnússon skrifar 31. desember 2015 12:54 Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun