Áramótahugleiðing! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. janúar 2015 07:00 Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp innviði samfélagsins og auka jöfnuð í landinu. Við værum að læra af biturri reynslu af því sem orsakaði Hrunið og snúa af leið græðgi, misskiptingar og einkavæðingar sameiginlegra auðlinda. En við erum þess í stað leidd aftur til slátrunar á altari Mammons, komin í sömu hringekjuna og við krössuðum í í Hruninu og vitum ekki hvar þessi ósköp enda. Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur aftur á asnaeyrum út í fenið. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu! Því hún byrjar ávallt í hjarta og huga hvers og eins og með samtakamætti getur þjóðin snúið af sér þá niðurrifsstefnu sem birtist í síðustu fjárlögum þar sem þungar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín og hlaðið er undir valda- og fjármagnseigendur landsins. Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins. Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum. Þjóðin er svo sannarlega búin að fá nasaþefinn af því fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna og það er ekki almenningur í landinu sem er þar efstur á blaði heldur auðvaldið. Nú þurfum við að snúa bökum saman og losa þjóðina við þessa gæfulausu ríkisstjórn sem fyrst og koma hér á vinstri félagshyggjustjórn. Þegar það tekst þá eigum við að geta horft fram á betri tíma fyrir alla en ekki bara fyrir suma eins og nú er.Með góðri nýárskveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp innviði samfélagsins og auka jöfnuð í landinu. Við værum að læra af biturri reynslu af því sem orsakaði Hrunið og snúa af leið græðgi, misskiptingar og einkavæðingar sameiginlegra auðlinda. En við erum þess í stað leidd aftur til slátrunar á altari Mammons, komin í sömu hringekjuna og við krössuðum í í Hruninu og vitum ekki hvar þessi ósköp enda. Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur aftur á asnaeyrum út í fenið. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu! Því hún byrjar ávallt í hjarta og huga hvers og eins og með samtakamætti getur þjóðin snúið af sér þá niðurrifsstefnu sem birtist í síðustu fjárlögum þar sem þungar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín og hlaðið er undir valda- og fjármagnseigendur landsins. Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins. Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum. Þjóðin er svo sannarlega búin að fá nasaþefinn af því fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna og það er ekki almenningur í landinu sem er þar efstur á blaði heldur auðvaldið. Nú þurfum við að snúa bökum saman og losa þjóðina við þessa gæfulausu ríkisstjórn sem fyrst og koma hér á vinstri félagshyggjustjórn. Þegar það tekst þá eigum við að geta horft fram á betri tíma fyrir alla en ekki bara fyrir suma eins og nú er.Með góðri nýárskveðju.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar