Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2015 07:45 Íslenska U-21 liðið varð í öðru sæti á HM í Túnis árið 2009. Hér er hluti þess hóps sem náði þeim magnaða árangri. mynd/ihf Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira