Uppteknastur allra ráðherra? Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar