Innlent

Akreinum fækkað á Grensásvegi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Myndin sýnir Grensásveg norðan Miklubrautar. Breytingin er fyrirhuguð sunnan Miklubrautar.
Myndin sýnir Grensásveg norðan Miklubrautar. Breytingin er fyrirhuguð sunnan Miklubrautar. Vísir/Vilhelm
Þrengja á Grensásveg sunnan Miklubrautar og koma fyrir hjólastíg samkvæmt ákvörðun meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu atkvæði gegn breytingunni. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata felldu tillögu sjálfstæðismanna sem fól í sér að mjókka miðeyjuna á Grensásvegi svo ekki þurfi að fækka akreinum.

Hjálmar Sveinsson, er formaður skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar.Fréttablaðið/Stefán
„Meirihluti borgarstjórnar hefur gert þrengingar gatna í Reykjavík að forgangsverkefni sínu. Megintilgangurinn er að þrengja að umferðinni og skiptir þá litlu máli hvað það kostar,“ bókuðu sjálfstæðismenn.

Meirihlutafulltrúar sögðu að hægja mundi á bílaumferð og öryggi aukast. Aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi yrði betra. „Umferðarflæði götunnar mun ekki raskast enda er metin umferð á þessum kafla Grensásvegar langt undir viðmiðum fyrir fjögurra akreina götu,“ bókaði meirihlutinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×