Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Eygló Harðardóttir og Manu Sareen og Daginn Høybråten skrifa 27. janúar 2015 07:00 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun