Hvers virði er Ísland? Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 06:00 Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbyggingar innviða ferðamannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og náttúruperlur. Í dag höfum við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem viðkvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af auknum fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistináttagjaldinu en í tillögum um náttúrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þessara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illframkvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek undir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gistináttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfarseðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Þolum við alla þessa ágengni? Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn almannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í umræðunni að ef ekki komi til náttúrupassi þá sé voðinn vís og náttúran drabbist niður og engin önnur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði fjármagnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Landið hefur ekki burðarþol til að þola slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda náttúruminja um allt land þá verðum við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einungis vegna ótta við að ferðamönnum til landsins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ísland þolir mikla ágengni ferðafólks á viðkvæmt vistkerfi landsins. Þess vegna spyr ég „hvers virði er Ísland“, þegar náttúra landsins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamannastaða. Mitt svar er að það sé fjársjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gistináttagjaldið sem má útfæra betur í bland við komugjald á flugfarseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun