Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum 9. febrúar 2015 07:00 Birgitta Jónsdóttir. vísir/stefán/gva Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“ Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“
Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23