Lægstbjóðandi mannúðar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun