Lægstbjóðandi mannúðar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar