WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 09:45 Forstjórinn WOW air mun hefja flug til Bandaríkjanna í mars. fréttablaðið/anton Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira