WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 09:45 Forstjórinn WOW air mun hefja flug til Bandaríkjanna í mars. fréttablaðið/anton Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun