Biðlaunaréttur endurvakinn Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun