Aðgerða þörf – núna Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun