„Þvílík skömm“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Fréttablaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sérstaks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar. Áður hafði Fréttablaðið – sem stundum fyrr – slegið upp fréttum af meintri valdníðslu embættisins við rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins.Hver brýtur mannréttindi? Í þessu tilviki var um að ræða tryggingafélagið Sjóvá sem hafði verið til rannsóknar hjá embættinu en ekki verið taldar forsendur til lögsóknar á hendur forstjóra þess eftir fimm ára rannsóknarferli. Fréttablaðið taldi mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum fyrirtækisins með því að halda þeim svo lengi í óvissu og höfundur umrædds leiðara sparaði ekki stóru orðin þegar hann klykkti út: „Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.” Nú er það svo að varla þarf nokkurn mann að undra þótt tryggingafélagið Sjóvá skuli hafa verið tekið til rannsóknar en í aðdraganda hrunsins höfðu orðið breytingar á eignarhaldi með margvíslegum tilfæringum og beindist rannsóknin m.a. að lánveitingum úr tryggingabótasjóði félagsins. Eins og fram hefur komið hélt Sjóvá með sjóði sína suður í lönd og fjárfesti í áhættufyrirtækjum með þeim afleiðingum að ákvörðun var tekin, með réttu eða röngu, að veita milljörðum af skattfé til bjargar félaginu, auk þess sem iðgjöldin voru keyrð upp – m.a. um 40% í byrjun árs 2009. Þannig að almannahagsmunir voru þarna vissulega í húfi og fráleitt annað en að glannalegar fjárfestingar yrðu skoðaðar með tilliti til lögmætis og réttarstöðu. Síðan er það annað mál hverjar ástæður eru fyrir því að rannsókn tekur langan tíma. Krufning á orsökunum gæti gefið okkur vísbendingu um hvar skömmin á heima og þá jafnframt hver það er sem brýtur mannréttindin.Formgalla-lögfræði Það sem augljóslega hefur gerst á Íslandi – að hluta til í tengslum við hrunmálin – er að málsmeðferð fyrir dómskerfinu hefur leitað í svipaðan farveg og við þekkjum af afspurn frá Bandaríkjunum þar sem fjölmennar sveitir rándýrra lögfræðinga taka að sér mál fyrir borgunarmenn, finna á þeim alls kyns formgalla og koma þannig í veg fyrir sakfellingu í brotum sem öllum almenningi þykja augljós. Réttarkerfið þarf vissulega að vera vandað í vinnubrögðum og standast nákvæma skoðun en hitt er líka til í dæminu að formgalla-réttarkerfið verði yfirsterkara réttlætis-réttarkerfinu þannig að fyrir vikið glatist trúverðugleiki þess.Form til góðs og ills Ekki svo að skilja að ég vilji gera lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt grundvallað á formi. Form og formfesta er andstæðan við duttlunga og geðþótta. En form getur líka verið uppspretta mistaka ef ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir, og stuðningsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að vernda efnaða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu.Eva Joly Í Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva Joly, ráðgjafi Sérstaks saksóknara í kjölfar hrunsins. Í viðtalinu lýsti hún því mati sínu að málsmefðerð efnahagsbrota í íslensku réttarkerfi hefði verið fagmannleg og markviss og tekið minni tíma en sambærileg mál annars staðar. Viðbrögðin við viðtalinu við Evu Joly voru almennt mjög jákvæð en heiftúðug af hálfu þeirra sem sýnilega skjálfa nú á beinum vegna hugsanlegrar afhjúpunar á skattaundanskotum þeirra sjálfra eða skjólstæðinga þeirra.Haukar í horni Þessir aðilar eiga hauka í horni í Stjórnarráði Íslands, sem markvisst hafa skorðið niður fjárveitingar til embættis Sérstaks saksóknara. Niðurskurðurinn torveldar embættinu að sjálfsögðu að rækja hlutverk sem löggjafinn hefur ætlað því. Væri ekki nær að Fréttablaðinu þætti þetta vera skammarlegt í stað þess að veitast að þessu mikilvæga embætti með gífuryrðum? Það er vissulega rétt hjá Fréttablaðinu að sakborningum ber að sýna tillitssemi og nærgætni. Þeir eiga rétt á því. Ef rannsókn hefur legið niðri um lengri eða skemmri tíma og þannig lengt erfiða bið, þá ber að spyrja hvað valdi. Gæti þar verið um að kenna fjárskorti sem þá hlýtur að skrifast á reikning stjórnvalda en ekki embætti Sérstaks saksóknara. Er skömmin þá ekki þeirra? Hvernig væri að fá eins og einn leiðara um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Fréttablaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sérstaks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar. Áður hafði Fréttablaðið – sem stundum fyrr – slegið upp fréttum af meintri valdníðslu embættisins við rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins.Hver brýtur mannréttindi? Í þessu tilviki var um að ræða tryggingafélagið Sjóvá sem hafði verið til rannsóknar hjá embættinu en ekki verið taldar forsendur til lögsóknar á hendur forstjóra þess eftir fimm ára rannsóknarferli. Fréttablaðið taldi mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum fyrirtækisins með því að halda þeim svo lengi í óvissu og höfundur umrædds leiðara sparaði ekki stóru orðin þegar hann klykkti út: „Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.” Nú er það svo að varla þarf nokkurn mann að undra þótt tryggingafélagið Sjóvá skuli hafa verið tekið til rannsóknar en í aðdraganda hrunsins höfðu orðið breytingar á eignarhaldi með margvíslegum tilfæringum og beindist rannsóknin m.a. að lánveitingum úr tryggingabótasjóði félagsins. Eins og fram hefur komið hélt Sjóvá með sjóði sína suður í lönd og fjárfesti í áhættufyrirtækjum með þeim afleiðingum að ákvörðun var tekin, með réttu eða röngu, að veita milljörðum af skattfé til bjargar félaginu, auk þess sem iðgjöldin voru keyrð upp – m.a. um 40% í byrjun árs 2009. Þannig að almannahagsmunir voru þarna vissulega í húfi og fráleitt annað en að glannalegar fjárfestingar yrðu skoðaðar með tilliti til lögmætis og réttarstöðu. Síðan er það annað mál hverjar ástæður eru fyrir því að rannsókn tekur langan tíma. Krufning á orsökunum gæti gefið okkur vísbendingu um hvar skömmin á heima og þá jafnframt hver það er sem brýtur mannréttindin.Formgalla-lögfræði Það sem augljóslega hefur gerst á Íslandi – að hluta til í tengslum við hrunmálin – er að málsmeðferð fyrir dómskerfinu hefur leitað í svipaðan farveg og við þekkjum af afspurn frá Bandaríkjunum þar sem fjölmennar sveitir rándýrra lögfræðinga taka að sér mál fyrir borgunarmenn, finna á þeim alls kyns formgalla og koma þannig í veg fyrir sakfellingu í brotum sem öllum almenningi þykja augljós. Réttarkerfið þarf vissulega að vera vandað í vinnubrögðum og standast nákvæma skoðun en hitt er líka til í dæminu að formgalla-réttarkerfið verði yfirsterkara réttlætis-réttarkerfinu þannig að fyrir vikið glatist trúverðugleiki þess.Form til góðs og ills Ekki svo að skilja að ég vilji gera lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt grundvallað á formi. Form og formfesta er andstæðan við duttlunga og geðþótta. En form getur líka verið uppspretta mistaka ef ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir, og stuðningsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að vernda efnaða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu.Eva Joly Í Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva Joly, ráðgjafi Sérstaks saksóknara í kjölfar hrunsins. Í viðtalinu lýsti hún því mati sínu að málsmefðerð efnahagsbrota í íslensku réttarkerfi hefði verið fagmannleg og markviss og tekið minni tíma en sambærileg mál annars staðar. Viðbrögðin við viðtalinu við Evu Joly voru almennt mjög jákvæð en heiftúðug af hálfu þeirra sem sýnilega skjálfa nú á beinum vegna hugsanlegrar afhjúpunar á skattaundanskotum þeirra sjálfra eða skjólstæðinga þeirra.Haukar í horni Þessir aðilar eiga hauka í horni í Stjórnarráði Íslands, sem markvisst hafa skorðið niður fjárveitingar til embættis Sérstaks saksóknara. Niðurskurðurinn torveldar embættinu að sjálfsögðu að rækja hlutverk sem löggjafinn hefur ætlað því. Væri ekki nær að Fréttablaðinu þætti þetta vera skammarlegt í stað þess að veitast að þessu mikilvæga embætti með gífuryrðum? Það er vissulega rétt hjá Fréttablaðinu að sakborningum ber að sýna tillitssemi og nærgætni. Þeir eiga rétt á því. Ef rannsókn hefur legið niðri um lengri eða skemmri tíma og þannig lengt erfiða bið, þá ber að spyrja hvað valdi. Gæti þar verið um að kenna fjárskorti sem þá hlýtur að skrifast á reikning stjórnvalda en ekki embætti Sérstaks saksóknara. Er skömmin þá ekki þeirra? Hvernig væri að fá eins og einn leiðara um þetta.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar