Ólíkar áherslur hjá Bjarna Ben og Sigmundi Davíð í kjarasamningum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Krónutöluhækkun eða kaupmáttaraukning? Formenn stjórnarflokkanna hafa ólíkar hugmyndir um hvaða leið sé best að fara í yfirvofandi kjarasamningaviðræðum. Um 140 þúsund launþegar verða með lausa samninga á sunnudag. Vísir/GVA Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“ Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira