Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 00:00 Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig!
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun