Er sjálfsagt að svíkja fyrirheit? Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 28. febrúar 2015 08:07 Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun