Tortryggni fyrir tortryggni sakir Stjórnarmaðurinn skrifar 4. mars 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira