Hagsmunir þjóðarinnar varði leiðina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Eitt hundrað milljarða hagnaður bankanna (80 milljarðar eftir skatta) á árinu 2014 er áminning um þau mistök sem gerð voru við endurreisn bankanna eftir hrun. Vegna ákvarðana sem þá voru teknar er bankakerfið of stórt og ávinningur af endurmetnu lánasafni kemur að mestu leyti í hlut kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka en ekki ríkisins sem þó bar áhættuna af endurreisninni. Lögum samkvæmt gilda strangar reglur um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Sérstakar undanþágur í lögum þurfti til að heimila kröfuhöfum að eignast bankana á árinu 2009. Núgildandi lög heimila ekki slíkar undanþágur þannig að nú stæðist það ekki lög að afhenda kröfuhöfum bankana eins og gert var á sínum tíma. Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans frá hruni er um 360 milljarðar króna. Stór hluti þessa hagnaðar kemur til vegna endurmats á lánasöfnum sem færð voru á helmingsafslætti yfir í nýja banka en eru mun meira virði.Meirihluti hagnaðarins til kröfuhafa Frá árinu 2009 hefur meirihlutinn af 360 milljarða króna hagnaði bankanna eftir skatta runnið til erlendra kröfuhafa. Miðað við óbreytta gjaldeyrissköpun ræður íslenska hagkerfið ekki við að greiða arð af hagnaðinum úr landi, nema því aðeins að sleppa því að greiða samningsbundnar afborganir af erlendum lánum. Það er hættulegt fyrirkomulag. Arðsemi eigin fjár bankanna er langt umfram það sem aðrir atvinnurekendur eiga að venjast og það þó eigið fé bankanna hafi safnast upp frá stofnun þeirra. Eigið fé bankanna þriggja er nú um 600 milljarðar króna og hefur meira en sjöfaldast að núvirði frá aldamótum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir háan rekstrarkostnað bankanna sem týnist inni í miklum hagnaði þeirra. Rekstrarkostnaðurinn á árinu 2014 nam svipaðri fjárhæð og ríkið ver til menntamála og menningarstarfsemi, eða um 80 milljörðum króna. Við eðlilegar aðstæður væri ástæðulaust að amast við góðri afkomu fyrirtækja. Uppspretta hagnaðar skiptir hins vegar máli og í tilviki bankanna sprettur hann að miklu leyti af endurmati á lánasöfnum og fákeppni. Aðgangshindranir eru óvenju miklar í bankastarfsemi, ekki síst vegna umfangsmikils regluverks. Ólíklegt er því að nýir aðilar ryðji sér til rúms á markaðnum með áherslu á lægri kostnað, minni þjónustu og betri kjör eins og gerst hefur á mörgum sviðum viðskiptalífsins og bylt áratugagömlum viðskiptavenjum. Bankar eru því betur varðir gegn samkeppni, innlendri sem erlendri, heldur en almennt tíðkast um fyrirtæki.Breytingar óhjákvæmilegar Á næstu árum eru breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Stjórnvöld þurfa að vinna að því að skipulag bankakerfisins tryggi skilvirka miðlun fjármagns til og frá heimilum og fyrirtækjum á hagkvæman og öruggan hátt. Það er ekki hægt að nálgast greiðslujafnaðarvanda Íslendinga af léttúð. Af óskhyggju telja sumir að unnt sé að komast hjá efnahagsáföllum með því að styggja engan og halda öllum góðum, en slíkt er ekki raunhæft. Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi ----------------------------------- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt hundrað milljarða hagnaður bankanna (80 milljarðar eftir skatta) á árinu 2014 er áminning um þau mistök sem gerð voru við endurreisn bankanna eftir hrun. Vegna ákvarðana sem þá voru teknar er bankakerfið of stórt og ávinningur af endurmetnu lánasafni kemur að mestu leyti í hlut kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka en ekki ríkisins sem þó bar áhættuna af endurreisninni. Lögum samkvæmt gilda strangar reglur um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Sérstakar undanþágur í lögum þurfti til að heimila kröfuhöfum að eignast bankana á árinu 2009. Núgildandi lög heimila ekki slíkar undanþágur þannig að nú stæðist það ekki lög að afhenda kröfuhöfum bankana eins og gert var á sínum tíma. Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans frá hruni er um 360 milljarðar króna. Stór hluti þessa hagnaðar kemur til vegna endurmats á lánasöfnum sem færð voru á helmingsafslætti yfir í nýja banka en eru mun meira virði.Meirihluti hagnaðarins til kröfuhafa Frá árinu 2009 hefur meirihlutinn af 360 milljarða króna hagnaði bankanna eftir skatta runnið til erlendra kröfuhafa. Miðað við óbreytta gjaldeyrissköpun ræður íslenska hagkerfið ekki við að greiða arð af hagnaðinum úr landi, nema því aðeins að sleppa því að greiða samningsbundnar afborganir af erlendum lánum. Það er hættulegt fyrirkomulag. Arðsemi eigin fjár bankanna er langt umfram það sem aðrir atvinnurekendur eiga að venjast og það þó eigið fé bankanna hafi safnast upp frá stofnun þeirra. Eigið fé bankanna þriggja er nú um 600 milljarðar króna og hefur meira en sjöfaldast að núvirði frá aldamótum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir háan rekstrarkostnað bankanna sem týnist inni í miklum hagnaði þeirra. Rekstrarkostnaðurinn á árinu 2014 nam svipaðri fjárhæð og ríkið ver til menntamála og menningarstarfsemi, eða um 80 milljörðum króna. Við eðlilegar aðstæður væri ástæðulaust að amast við góðri afkomu fyrirtækja. Uppspretta hagnaðar skiptir hins vegar máli og í tilviki bankanna sprettur hann að miklu leyti af endurmati á lánasöfnum og fákeppni. Aðgangshindranir eru óvenju miklar í bankastarfsemi, ekki síst vegna umfangsmikils regluverks. Ólíklegt er því að nýir aðilar ryðji sér til rúms á markaðnum með áherslu á lægri kostnað, minni þjónustu og betri kjör eins og gerst hefur á mörgum sviðum viðskiptalífsins og bylt áratugagömlum viðskiptavenjum. Bankar eru því betur varðir gegn samkeppni, innlendri sem erlendri, heldur en almennt tíðkast um fyrirtæki.Breytingar óhjákvæmilegar Á næstu árum eru breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Stjórnvöld þurfa að vinna að því að skipulag bankakerfisins tryggi skilvirka miðlun fjármagns til og frá heimilum og fyrirtækjum á hagkvæman og öruggan hátt. Það er ekki hægt að nálgast greiðslujafnaðarvanda Íslendinga af léttúð. Af óskhyggju telja sumir að unnt sé að komast hjá efnahagsáföllum með því að styggja engan og halda öllum góðum, en slíkt er ekki raunhæft. Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi -----------------------------------
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar