Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. mynd/KSÍ „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
„Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53