Uppskeruhátíð listmenntunar Helga Rut Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan minna okkur á hvað við eigum mikinn fjársjóð í fjölbreyttu listafólki. Athygli vakti Hera Hilmarsdóttir sem tók við verðlaunum á Eddunni. Hún þakkaði sérstaklega kennurum sínum úr grunnskóla, þeim Herdísi Egilsdóttur í Ísaksskóla og Önnu Flosadóttur, leiklistarkennara í Hlíðaskóla. Þessar merkiskonur snertu unga listamannssálina. Líklega fáum við aldrei að vita hversu margir aðrir fyrrum nemendur standa í þakkarskuld við þessar hæfileikakonur sem völdu grunnskólann sem starfsvettvang. Hversu margir muna eftir því að þakka hið góða uppeldi sem á sér stað í grunnskólum landsins? Það þykir ekkert sérlega smart að hampa grunnskólamenntun enda mun algengara að sjá óvægna gagnrýni á grunnskólann sem oft er lítill fótur fyrir. Áhrifa góðrar grunnskólamenntunar gætir víða. Lagahöfundarnir sem skipa hópinn „Stop, wait, go“ og vermdu tvö efstu sætin í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision voru vissulega í Versló eins og fjölmiðlar hafa bent á. Ég bendi hér á að 10 árin áður voru þeir í Hlíðaskóla eins og Hera Hilmarsdóttir og margir fleiri. Hlíðaskóli hefur lengi lagt áherslu á listir í skólastarfi. Unga fólkið sem hér var nefnt fékk tónmennt tvisvar í viku fyrstu sjö ár skólagöngunnar og settu upp söngleik fyrir foreldra árlega frá því í 1. bekk. Vikuleg danskennsla og leiklistarkennsla í lotum hefur einkennt grunnskólagöngu þeirra auk kennslu í öðrum list- og verkgreinum. Í unglingadeild fengu þau að taka þátt í að semja söngleik og setja á svið frá grunni með öllu sem því tilheyrir og það er ekki lítil menntun sem í því felst. Hlíðaskóli er ekki einsdæmi. Stór hluti grunnskóla hefur á að skipa stórkostlegum kennurum á sviði list- og verkgreina sem aldrei fá neinar Eddur fyrir störf sín. Meiri hluti grunnskóla leggur metnað í að sinna listmenntun barna vel, en þetta starf fer ekki hátt og hlýtur ekki þá athygli og hrós sem það á skilið.Settir skör lægra Sjálfskipaðir sérfræðingar eiga það til að fullyrða ýmislegt misjafnt um grunnskólann sem ekki stenst skoðun. Mér sárnar fyrir hönd allra þeirra frábæru tónmenntakennara sem starfa í grunnskólum landsins þegar tónlistarskólunum er einum þakkað blómlegt tónlistarlíf landsins. Ófáir tónlistarmenn fengu grunninn að sinni tónlistarmenntun í tónmenntastofunni og margir þeirra áttu skrykkjótta göngu í hefðbundna tónlistarskóla. Um þetta þekki ég fjölmörg dæmi og lesendur væntanlega líka. Það er því áhyggjuefni að list- og verkgreinakennarar eru, þrátt fyrir allt, settir skör lægra en aðrir kennarar grunnskólans ef litið er til stöðu þeirra í launasamningum. Þeir fá störf sín ekki metin til jafns við bekkjarkennara því samningar halla verulega á þá kennara sem ekki hafa bekkjarumsjón. Það er skömm að því að í skólakerfinu skuli ekki vera skýrari sýn á mikilvægi list- og verkgreinakennara sem hafa svo gríðarlega mikilvægt hlutverk í menntun barna þessa lands. Sömuleiðis vekur nýlegur og væntanlegur niðurskurður í kennaramenntun ugg þar sem ljóst er að minni möguleikar kennara á að sérhæfa sig í faggrein munu koma niður á færni þeirra til að kenna sérstakar námsgreinar eins og list- og verkgreinar. Þrátt fyrir mýtur um að listkennsla í grunnskólum sé ekki upp á marga fiska eða á leið út úr grunnskólanum þá er þessi kennsla víða blómleg og íslenskir list- og verkgreinakennarar eru, samkvæmt rannsóknum, einna lífseigustu kennararnir í starfi. Þakka ber hversu margir listgreinakennarar vinna starf sitt af alúð og hugsjón. Listgreinakennarar hlúa að skólabrag og menningu skóla. Þeir halda utan um hefðirnar, hátíðarstundirnar, samsönginn og allt það sem gerir skóla að stað þar sem fólki líður vel. Við megum ekki ganga út frá því sem gefnu að listkennsla haldi þeirri stöðu sem hún hefur haft svo víða í íslenskum grunnskólum. Tökum höndum saman til að tryggja góða menntun og starfsumhverfi list- og verkgreinakennara. Framtíðar okkar vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eddan Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan minna okkur á hvað við eigum mikinn fjársjóð í fjölbreyttu listafólki. Athygli vakti Hera Hilmarsdóttir sem tók við verðlaunum á Eddunni. Hún þakkaði sérstaklega kennurum sínum úr grunnskóla, þeim Herdísi Egilsdóttur í Ísaksskóla og Önnu Flosadóttur, leiklistarkennara í Hlíðaskóla. Þessar merkiskonur snertu unga listamannssálina. Líklega fáum við aldrei að vita hversu margir aðrir fyrrum nemendur standa í þakkarskuld við þessar hæfileikakonur sem völdu grunnskólann sem starfsvettvang. Hversu margir muna eftir því að þakka hið góða uppeldi sem á sér stað í grunnskólum landsins? Það þykir ekkert sérlega smart að hampa grunnskólamenntun enda mun algengara að sjá óvægna gagnrýni á grunnskólann sem oft er lítill fótur fyrir. Áhrifa góðrar grunnskólamenntunar gætir víða. Lagahöfundarnir sem skipa hópinn „Stop, wait, go“ og vermdu tvö efstu sætin í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision voru vissulega í Versló eins og fjölmiðlar hafa bent á. Ég bendi hér á að 10 árin áður voru þeir í Hlíðaskóla eins og Hera Hilmarsdóttir og margir fleiri. Hlíðaskóli hefur lengi lagt áherslu á listir í skólastarfi. Unga fólkið sem hér var nefnt fékk tónmennt tvisvar í viku fyrstu sjö ár skólagöngunnar og settu upp söngleik fyrir foreldra árlega frá því í 1. bekk. Vikuleg danskennsla og leiklistarkennsla í lotum hefur einkennt grunnskólagöngu þeirra auk kennslu í öðrum list- og verkgreinum. Í unglingadeild fengu þau að taka þátt í að semja söngleik og setja á svið frá grunni með öllu sem því tilheyrir og það er ekki lítil menntun sem í því felst. Hlíðaskóli er ekki einsdæmi. Stór hluti grunnskóla hefur á að skipa stórkostlegum kennurum á sviði list- og verkgreina sem aldrei fá neinar Eddur fyrir störf sín. Meiri hluti grunnskóla leggur metnað í að sinna listmenntun barna vel, en þetta starf fer ekki hátt og hlýtur ekki þá athygli og hrós sem það á skilið.Settir skör lægra Sjálfskipaðir sérfræðingar eiga það til að fullyrða ýmislegt misjafnt um grunnskólann sem ekki stenst skoðun. Mér sárnar fyrir hönd allra þeirra frábæru tónmenntakennara sem starfa í grunnskólum landsins þegar tónlistarskólunum er einum þakkað blómlegt tónlistarlíf landsins. Ófáir tónlistarmenn fengu grunninn að sinni tónlistarmenntun í tónmenntastofunni og margir þeirra áttu skrykkjótta göngu í hefðbundna tónlistarskóla. Um þetta þekki ég fjölmörg dæmi og lesendur væntanlega líka. Það er því áhyggjuefni að list- og verkgreinakennarar eru, þrátt fyrir allt, settir skör lægra en aðrir kennarar grunnskólans ef litið er til stöðu þeirra í launasamningum. Þeir fá störf sín ekki metin til jafns við bekkjarkennara því samningar halla verulega á þá kennara sem ekki hafa bekkjarumsjón. Það er skömm að því að í skólakerfinu skuli ekki vera skýrari sýn á mikilvægi list- og verkgreinakennara sem hafa svo gríðarlega mikilvægt hlutverk í menntun barna þessa lands. Sömuleiðis vekur nýlegur og væntanlegur niðurskurður í kennaramenntun ugg þar sem ljóst er að minni möguleikar kennara á að sérhæfa sig í faggrein munu koma niður á færni þeirra til að kenna sérstakar námsgreinar eins og list- og verkgreinar. Þrátt fyrir mýtur um að listkennsla í grunnskólum sé ekki upp á marga fiska eða á leið út úr grunnskólanum þá er þessi kennsla víða blómleg og íslenskir list- og verkgreinakennarar eru, samkvæmt rannsóknum, einna lífseigustu kennararnir í starfi. Þakka ber hversu margir listgreinakennarar vinna starf sitt af alúð og hugsjón. Listgreinakennarar hlúa að skólabrag og menningu skóla. Þeir halda utan um hefðirnar, hátíðarstundirnar, samsönginn og allt það sem gerir skóla að stað þar sem fólki líður vel. Við megum ekki ganga út frá því sem gefnu að listkennsla haldi þeirri stöðu sem hún hefur haft svo víða í íslenskum grunnskólum. Tökum höndum saman til að tryggja góða menntun og starfsumhverfi list- og verkgreinakennara. Framtíðar okkar vegna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar