Vestræn gildi í vörn Þröstur Ólafsson skrifar 6. mars 2015 06:00 Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem hér hafi mönnum skjátlast alvarlega. Vesturlönd eru komin í vörn víða um heim. Á síðustu misserum hefur vestrænt lýðræðissamfélag verið skorað eftirminnilega á hólm. Rússar innlimuðu hluta af Georgíu og síðan Krímskaga og komu af stað borgarastríði í austurhluta Úkraínu. Íslamska ríkið lagði undir sig hluta af Sýrlandi og Írak. Kína varð sterkasta efnahagsveldi heims og lét engan ganga þess gruflandi, að þeir myndu nota þetta afl sitt til hernaðaruppbyggingar og til að auka pólitísk áhrif sín um allan heim. Tyrkland steig stór skref frá veraldlegu lýðræðisríki til trúarlegs valdstjórnarríkis (authoritarian) og hefur tekið upp náið samstarf við Rússland. Arabíska vorið hefur snúist upp í andstæðu sína alls staðar, ef frá er talið Túnis. Þótt finna megi mismunandi skýringar á þessum atburðum, þá liggur að baki þeim sameiginleg ósk um að snúa baki við vestrænum gildum og láta þau ekki lengur stýra lífi fólks í þessum samfélögum. Nýir vindar í Evrópu Í Evrópu hefur einnig orðið vart viðhorfsbreytinga. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar, sem er ein af stoðum vestræns samfélags, er víða á undanhaldi. Hægra lýðskrum eða pópúlismi hefur breiðst út um álfuna og flokkar þeirrar ættar hafa styrkt stöðu sína í Evrópukosningum í stóru löndum Evrópu. Þessir flokkar eru fjandsamlegir útlendingum, róa á mið þjóðernishyggju og hugmyndafræði þeirra er valdstjórnarleg, ekki lýðræðisleg. Þeir eru t.d. flestir vinsamlegir í garð Pútíns. Þeim finnst fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélagið ógna sér og telja hamingju þjóða sinna liggja í einsleitum þjóðríkjum með eigin gjaldmiðil. Annað einkenni þeirra er þrá eftir einföldum sannleika. Vonandi eru þetta ekki forboðar varhugaverðari atburða úr sögunni. Þjóðernisstefnan í Evrópu allt frá aldamótum 1900 og fram til 1950 breytti heilli álfu úr því að vera heimshluti þar sem samlíf og sambland mismunandi þjóðerna, fjölbreyttra trúarbragða og margra tungumála var ríkjandi, yfir í það að samanstanda að mestu af einsleitum, þjóðernishreinsuðum ríkjum. Útbreidd og róttæk þjóðernishyggja sá til þess. Þegar búið var að útrýma samfélagslegri fjölbreytni, fann álfan loks frið. Nú samtengist hún að nýju sem smáríkjahópur. Í þetta sinn innan bandalags, sem er dæmalaust í sögunni fyrir viðleitni og getu til að snúa hlutum til betri vegar. Hvert stefnir Ísland? Við hér uppi á Íslandi höfum heldur ekki með öllu farið varhluta af þessum pólitísku sunnanvindum. Við höfum einnig lokað gluggum og þrengt útsýnið. Þjóðernishyggja og pópúlismi eru orðin að þjóðarstefnu. Í síðustu alþingiskosningum komust til valda flokkar sem fluttu með sér þau skilaboð til þjóðarinnar, að við skyldum hafa sem mesta einstefnu í samskiptum við aðrar þjóðir. Skortur á skilningi og umburðarlyndi gagnvart framandi menningum og trúarbrögðum þykir nú gjaldgengur í opinberri umræðu. Þjóðernishyggja leikur lausum hala. Hún þolir hvorki fjölskoðunar- né fjölmenningarsamfélag. Hún er ólán sérhvers samfélags. Hér heyrist einnig sá boðskapur, og það af æðstu stöðum, að við eigum að halla okkur að valdstjórnarríkjunum Rússlandi en þó einkum Kína, enda hafa Kínverjar gert sér óvenju dælt við okkur um margra ára skeið. Það gera þeir að vísu einnig við mörg önnur lítil og veikburða ríki, sem ekki geta staðið óstudd í ólgusjó hnattvæðingarinnar. Þeir munu fúslega rétta okkur hjálparhönd, þegar á bjátar og gera okkur sér háð. Á sama tíma fjarlægjumst við vestrænar lýðræðisþjóðir og sýnum þeim jafnvel ódulbúna andúð, einkum ESB. Þetta eru ekki viðhorf valdalítillar sjálfsprottinnar hreyfingar, heldur stefna ríkisstjórnar Íslands. Við erum eina ríki Vestur- og Mið-Evrópu sem rekur slíka utanríkisstefnu. Það skapar tortryggni og vantraust og leiðir til pólitískrar einangrunar og áhrifaleysis. Því er hún svo hættuleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem hér hafi mönnum skjátlast alvarlega. Vesturlönd eru komin í vörn víða um heim. Á síðustu misserum hefur vestrænt lýðræðissamfélag verið skorað eftirminnilega á hólm. Rússar innlimuðu hluta af Georgíu og síðan Krímskaga og komu af stað borgarastríði í austurhluta Úkraínu. Íslamska ríkið lagði undir sig hluta af Sýrlandi og Írak. Kína varð sterkasta efnahagsveldi heims og lét engan ganga þess gruflandi, að þeir myndu nota þetta afl sitt til hernaðaruppbyggingar og til að auka pólitísk áhrif sín um allan heim. Tyrkland steig stór skref frá veraldlegu lýðræðisríki til trúarlegs valdstjórnarríkis (authoritarian) og hefur tekið upp náið samstarf við Rússland. Arabíska vorið hefur snúist upp í andstæðu sína alls staðar, ef frá er talið Túnis. Þótt finna megi mismunandi skýringar á þessum atburðum, þá liggur að baki þeim sameiginleg ósk um að snúa baki við vestrænum gildum og láta þau ekki lengur stýra lífi fólks í þessum samfélögum. Nýir vindar í Evrópu Í Evrópu hefur einnig orðið vart viðhorfsbreytinga. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar, sem er ein af stoðum vestræns samfélags, er víða á undanhaldi. Hægra lýðskrum eða pópúlismi hefur breiðst út um álfuna og flokkar þeirrar ættar hafa styrkt stöðu sína í Evrópukosningum í stóru löndum Evrópu. Þessir flokkar eru fjandsamlegir útlendingum, róa á mið þjóðernishyggju og hugmyndafræði þeirra er valdstjórnarleg, ekki lýðræðisleg. Þeir eru t.d. flestir vinsamlegir í garð Pútíns. Þeim finnst fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélagið ógna sér og telja hamingju þjóða sinna liggja í einsleitum þjóðríkjum með eigin gjaldmiðil. Annað einkenni þeirra er þrá eftir einföldum sannleika. Vonandi eru þetta ekki forboðar varhugaverðari atburða úr sögunni. Þjóðernisstefnan í Evrópu allt frá aldamótum 1900 og fram til 1950 breytti heilli álfu úr því að vera heimshluti þar sem samlíf og sambland mismunandi þjóðerna, fjölbreyttra trúarbragða og margra tungumála var ríkjandi, yfir í það að samanstanda að mestu af einsleitum, þjóðernishreinsuðum ríkjum. Útbreidd og róttæk þjóðernishyggja sá til þess. Þegar búið var að útrýma samfélagslegri fjölbreytni, fann álfan loks frið. Nú samtengist hún að nýju sem smáríkjahópur. Í þetta sinn innan bandalags, sem er dæmalaust í sögunni fyrir viðleitni og getu til að snúa hlutum til betri vegar. Hvert stefnir Ísland? Við hér uppi á Íslandi höfum heldur ekki með öllu farið varhluta af þessum pólitísku sunnanvindum. Við höfum einnig lokað gluggum og þrengt útsýnið. Þjóðernishyggja og pópúlismi eru orðin að þjóðarstefnu. Í síðustu alþingiskosningum komust til valda flokkar sem fluttu með sér þau skilaboð til þjóðarinnar, að við skyldum hafa sem mesta einstefnu í samskiptum við aðrar þjóðir. Skortur á skilningi og umburðarlyndi gagnvart framandi menningum og trúarbrögðum þykir nú gjaldgengur í opinberri umræðu. Þjóðernishyggja leikur lausum hala. Hún þolir hvorki fjölskoðunar- né fjölmenningarsamfélag. Hún er ólán sérhvers samfélags. Hér heyrist einnig sá boðskapur, og það af æðstu stöðum, að við eigum að halla okkur að valdstjórnarríkjunum Rússlandi en þó einkum Kína, enda hafa Kínverjar gert sér óvenju dælt við okkur um margra ára skeið. Það gera þeir að vísu einnig við mörg önnur lítil og veikburða ríki, sem ekki geta staðið óstudd í ólgusjó hnattvæðingarinnar. Þeir munu fúslega rétta okkur hjálparhönd, þegar á bjátar og gera okkur sér háð. Á sama tíma fjarlægjumst við vestrænar lýðræðisþjóðir og sýnum þeim jafnvel ódulbúna andúð, einkum ESB. Þetta eru ekki viðhorf valdalítillar sjálfsprottinnar hreyfingar, heldur stefna ríkisstjórnar Íslands. Við erum eina ríki Vestur- og Mið-Evrópu sem rekur slíka utanríkisstefnu. Það skapar tortryggni og vantraust og leiðir til pólitískrar einangrunar og áhrifaleysis. Því er hún svo hættuleg.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun