Viltu að þín rödd heyrist? Árni Stefán Jónsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun