Götótta Reykjavík Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 10. mars 2015 06:15 Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar