Hvað með þarfir íbúanna? Dóra Magnúsdóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun