Af samvisku presta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun