Gjaldmiðill í hjólastól Þröstur Ólafsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun