Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2015 07:00 Thelma Rut Hermannsdóttir mun örugglega eiga metið yfir flesta titla næstu árin. Vísir/Ernir „Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær. Fimleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær.
Fimleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira